Um Russian Toy
Hér máttu finna helstu upplisýngar um Russian toy, ásamt litum og myndum.
Henta öllum fjölskyldum!
Russian toy er mjög hlutlaus tegund og hentar þar að leiðandi fyrir stórann hóp af fólki. Sem og ungufólki uppí aldraða. Þeir henta með flest öllum tegundum af hundum svo sem smáum og stórum og koma sér bara vel út með flest öllum dýrategundum.
Góðir með yngri kynslóðinni s.s börnum allt frá ungabörnum í unglinga. Þeir hafa sýnt vel fram á að þeir geti hjálpað andlega veikum einstaklingum t.d með kvíða, þunglyndi og jafnframt einhverfu.
Um Russian Toy
Þessi litla hundategund vegur um 1-3kg, og er upprunaleg frá Rússlandi. Það eru til tvær gerðir af Russian Toy og eru það stutthærðir og síðhærðir. Þeir voru ræktaðir til rottu veiða og því alltaf á varðbergi, þótt gelt þeirra sé hátt þá gelta þeir lítið og aðal ástæðurnar fyrir gelti eru þegar þeir eru að verja húsbóndan/heimilið eða þeir eru hræddir/smeykir.
Þetta er ein af minnstu hundategundum sem til er og eru þeir eru á skalanum 18-27 cm. Þurfa ekki mikla hreyfingu frá degi til dags, en hafa kraftinn og líkamann fyrir fjallgöngur og hafa þeir gaman að því. Úthald þeirra gerir þeim kleift að hreyfa sig í margar klst í senn án þreytu, en annars að daglegum hluta er mælt með 30-60mín á dag og getur sú hreyfing verið innan dyra í leikjum og heilafimi. Ekki er að finna alvarlega heilsukvilla í tegundinni en meðal annars má finna hnéskeljalos sem er auðvitað skoðað fyrir pörun og ekki á að rækta undan þeim hundum sem hafa þann "galla" en allar smáhundategundir glíma við hnéskeljalos.
Russian Toy eru háfættir, sterkbyggðir smáhundar með gáfur fyrir allskyns hlutum eins og að læra nýja hluti og er þér kleift að kenna Russian Toy nánast allt.
Skapgerð
Russian Toy eru yfirleitt yndælir og skemmtilegir hundar, Mjög húsbóndahollir. Með réttum hætti á uppeldi og umhverfisþjálfun er þetta ein af bestu tegundum sem þú finnur. Þeir geta verið örir fyrstu árin. Mjög lifandi og hressir hundar sem óskar sér ekkert meira en ást frá eiganda og geta gert allt með honum.
Meira um Russian Toy:
Litir:
til eru margir litir og eru 11 þeirra samþykktir innan FCI.
Litir sem eiga ekki við, svo kallaður litagalli.
Litir sem eiga ekki við, svo kallaður litagalli.
- Svartur,Brún, Blár, lilac Án tan merkja.
- Hvítir hundar.
- Hvítir blettir.
- Tan of lítið eða of mikið.
Red-blue
Hafa samband
ErnaRussianToy@gmail.com
ErnaRussianToy@gmail.com